Eru hvalveiðar dýraníð? Árný Björg Blandon skrifar 21. júní 2023 12:00 Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Árný Björg Blandon Mest lesið Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun