Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2023 20:20 Húsið á sér ríkulega sögu. Skjáskot/Facebook Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“ Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“
Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira