Reyna að tæla Indverja frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 08:07 Narendra Modi með þeim Jill og Joe Biden við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Evan Vucci Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna. Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna.
Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira