Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 10:33 Friðjón Einarsson leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í fyrra. Hann ætlar að segja skilið við sveitarstjórnarmálin um áramótin. Vísir/Sigurjón Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður. Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður.
Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira