Heimavöllurinn er knattspyrnuverslun fyrir alla fjölskulduna sem staðsett er í Faxafeni 10. Markmið Heimavallarins er að kynna þær frábæru knattspyrnukonur sem spila með bestu liðum heims fyrir öllu áhugafólki um fótbolta.
![](https://www.visir.is/i/E3267A5D2268F2AF3B4E395F7FF1E8FF03F9F80DE28F8E28B2A0325BAAC7ADDB_390x0.jpg)
„Þú getur ekki átt fyrirmynd sem þú hefur aldrei séð og þess vegna er mikilvægt að til sé staður þar sem sterkar flottar kvenfyrirmyndir eru miðpunkturinn. Heimavöllurinn er staðurinn sem sýnir að allir draumar geta ræst,“ segir í fréttatilkynningu Heimavallarins um atburð dagsins.
Karólína Lea mætir klukkan 18.00 á Heimavöllinn til að árita treyjur, plaköt og aðra hluti. Allir sem mæta fá fría landsliðsmynd og verða tilboð á plakötum í búðinni. Glænýtt plakat lendir á Heimavellinum kl. 17.00 í dag og verður það á tilboði ásamt öllum hinum fyrirmyndar-plakötum Heimavallarins. Þá lendir ný sending af Bayern München-treyjum, stuttbuxum og sokkum klukkan 14.00 í dag.
Heimavöllurinn og Karólína taka vel á móti þér milli klukkan 18.00 og 19:30 í dag.
Hægt að fylgjast með Heimavellinum á Instagram [@heimavollurinnverslun] sem og Tik Tok [Heimavollurinn].