Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 12:24 Bandaríski geimfarinn Woody Hoburg í geimgöngu utan við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Reikna má með að virkni hvítra blóðkorna hafi minnkað hjá honum eftir komuna þangað. NASA/Frank Rubio Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum. Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum.
Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira