Rannsókn og ákvörðun Haukur Arnþórsson skrifar 23. júní 2023 11:30 Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Hvalveiðar Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar