Segir umhverfisráðherra draga rangar ályktanir af uppgjörinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. júní 2023 12:19 Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stjórnvöld skorta vilja í loftslagsmálum. vísir/sigurjón Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir stjórnvöld hafa brugðist í loftslagsmálum. Þá dragi umhverfisráðherra rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs. Ekki sé þörf á fleiri virkjunum í bili heldur þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55