Smyglaði amfetamíni í vínflöskum og hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 23. júní 2023 16:34 Landsréttur mildaði dóm konunnar. Vísir/Vilhelm Pólsk kona var í dag sakfelld í Landsrétti fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpum fjórum lítrum af amfetamínbasa frá heimalandinu. Landsréttur mildaði dóm hennar verulega, úr fimm og hálfu ári í fjögur ár. Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira