Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:31 Vísir/Daníel Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL. Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira
Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira