Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 13:35 „Ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“ Akureyri Félagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“
Akureyri Félagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira