Smáar og óumhverfisvænar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 07:01 Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun