Smáar og óumhverfisvænar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 07:01 Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar