Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:42 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem hefur lesið hátt í hundrað blaðsíðna skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt við Íslandsbanka. Lesturinn var dapurlegur að sögn þingmannsins. Stöð 2/Arnar Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24
„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu