CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 06:52 Upptakan þykir sanna að Trump hafi haft undir höndum skjöl sem hann vissi að væru leynileg en ræddi engu að síður við einstaklinga sem höfðu ekki heimild til að sjá umrædd gögn. epa/Michael Reynolds CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira