Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 14:52 Sérðagerðarsveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum lögreglu í skútumálinu á varðbátnum Óðni. Hér er mynd af bátnum í Sundahöfn frá 2018. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira