Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 22:40 Julian Sands á Feneyjarkvikmyndahátíðinni árið 2019. Getty/Matteo Chinellato Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“ Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38