Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2023 09:31 Guðmundur Valur Sigurðsson tókst það sem öllum golfurum og píluspilurum dreymir um. Facebook/Golfklúbbur Grindavíkur Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“ Golf Pílukast Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“
Golf Pílukast Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira