Vill nefna rostunginn Lalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 16:33 Rostungurinn Lalli flatmagar á Króknum. LÁRA HALLA SIGURÐARDÓTTIR Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“ Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“
Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21