Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 1. júlí 2023 20:10 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið. Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00