„Við erum allir í skýjunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 16:00 Brynjar Vignir var góður í marki Íslands í dag. IHF Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira