Pjattkrati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2023 11:00 Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun