Pjattkrati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2023 11:00 Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar