Hvalveiðar við Íslandsstrendur Sigurður Þórðarson skrifar 3. júlí 2023 14:53 Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun