Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 16:55 Ragnar Þór á fund með Jóni Guðna í vikunni. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. Ragnar Þór sagði í síðustu viku að stjórn VR væri að íhuga alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Þá sagðist hann ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur á síðustu dögum tekið til í starfsmannamálum innan bankans og hafa nú tveir stjórnendur - Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta og Atli Rafn Björnsson sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans - látið af störfum. Jón Guðni segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki enn hitt Ragnar Þór til að ræða málin. „En ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun um framhaldið að loknum hluthafafundi í bankanum, sem verður 28. júlí næstkomandi. Það sé mjög alvarlegt að smærri fjárfestar hafi fengið forgang fram yfir stóra, eins og til að mynda Lífeyrissjóð verzlunarmanna, sérstaklega þegar lífeyrissjóðirnir hafi verið tilbúnir til að greiða fullt verð fyrir hvern hlut, en ekki afsláttarverð eins og raun bar vitni. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. 3. júlí 2023 12:49 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ragnar Þór sagði í síðustu viku að stjórn VR væri að íhuga alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Þá sagðist hann ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur á síðustu dögum tekið til í starfsmannamálum innan bankans og hafa nú tveir stjórnendur - Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta og Atli Rafn Björnsson sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans - látið af störfum. Jón Guðni segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki enn hitt Ragnar Þór til að ræða málin. „En ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun um framhaldið að loknum hluthafafundi í bankanum, sem verður 28. júlí næstkomandi. Það sé mjög alvarlegt að smærri fjárfestar hafi fengið forgang fram yfir stóra, eins og til að mynda Lífeyrissjóð verzlunarmanna, sérstaklega þegar lífeyrissjóðirnir hafi verið tilbúnir til að greiða fullt verð fyrir hvern hlut, en ekki afsláttarverð eins og raun bar vitni.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. 3. júlí 2023 12:49 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. 3. júlí 2023 12:49
Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34