Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 18:31 Ásmundur Tryggvason keypti rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir í útboðinu og hafði einnig samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna. Hann steig til hliðar á laugardag. Aðsend Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55
Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34