Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 15:51 Starfsmaður Fukushima-kjarnorkuversins sýnir búnað sem á að nota til þess að þynna og á endanum sleppa geislavirku kælivatni út í sjó. AP/Kyodo News Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.
Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03