Tilkynnt var áður en síðasta leiktíð var búin að Firmino myndi yfirgefa Liverpool í lok tímabilsins. Firmino hefur verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool og var kvaddur með virktum á síðasta leik sínum á Anfield.
Nú er komið í ljós hver næsti áfangastaður hins 31 árs gamla Brasilíumanns verður. Hann mun, líkt og margir aðrir leikmenn undanfarið, færa sig yfir til Sádi Arabíu og ganga til liðs við Al-Ahli.
Blaðamaðurinn Florian Petterberg hjá Sky greinir frá því að samningurinn sé frágenginn og að Firmino skrifi undir til ársins 2026. Firmino er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Al-Ahli en Edouard Mendy fór sömu leið fyrir skömmu og Firmino gerir nú.
It s a DONE DEAL now! Roberto #Firmino is a new player of Al Ahli.
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 4, 2023
Medical completed today
Last details were clarified today
Contract until 2026. #LFC @SkySportDE pic.twitter.com/dtd6kh0klC