Notum íslensku Lilja Alfreðsdóttir skrifar 5. júlí 2023 09:30 Ef þér er almennt sama hvort þjónustan sem þú færð er á íslensku eða ensku eru allar líkur á að hún verði til framtíðar á ensku. Við skulum samt hafa það á hreinu að ensk tunga er ekki óvinur íslenskunnar, heldur er það doðinn og andvaraleysið sem skapa ógn við samtíð og framtíð tungumálsins okkar.Fá málefni eru mér jafn hugleikin og mikilvægi íslenskunnar, hún er grunnur alls sem við gerum og stöndum fyrir. Kunnátta og færni í tungumálinu ákvarða oft þau tækifæri og framgang sem börn og ungmenni njóta til framtíðar. Í ráðherratíð minni hef ég sett málefni íslenskunnar í öndvegi og leitast við að auka samvinnu og samstöðu um aðgerðir sem stuðla að verndun og þróun tungumálsins. Íslenskan er ekkert venjulegt málefni og þróun hennar verður ekki stýrt með ríkisafskiptum. Tungumál eru í senn verk okkar allra og verkfæri, þau hverfast ekki um afskipti – heldur samskipti. Andófið eykstVið þurfum alvöru viðhorfsbreytingu gagnvart tungumálinu okkar. Við verðum í sameiningu að vinda ofan af þeim doða og misskildu þjónustulund sem hefur orðið til þess að enska er álitin sjálfsagt mál svo víða í samfélaginu. Þeim fjölgar stöðugt sem stíga fram og andæfa þessari þróun; benda á fáránleika þess að auglýsingum og markaðsefni á ensku sé beint að íslenskumælandi neytendum, að þjónusta sé ekki í boði á íslensku og að almannarými séu uppfull af skilaboðum á ensku og íslenskan sé þar í öðru sæti.Þetta er líka slæm þróun, sem þarf að stöðva. Þessi framvinda á sér ýmsar skýringar og afsakanir en að mínu mati kristallast í henni blanda af metnaðar- og andvaraleysi varðandi stöðu íslenskunnar. Og mögulega smá Indriði líka, hver á annars að passa upp á íslenskuna? Á ég að gera það?Brú fortíðar og framtíðar Tungumálið geymir sjálfsskilning okkar og sögu. Okkur hefur verið treyst fyrir einstakri menningararfleifð og við verðum að standa okkur betur í að varðveita hana og færa áfram til komandi kynslóða. Sá þráður er einna skýrastur í bókmenntunum – frá norrænu goðafræðinni til Njálu og Hávamála – að Ferðalokum, Svartfugli, Sjálfstæðu fólki, Sálminum um blómið, Karitas án titils, Kleifarvatni, Mánasteini, Draumalandinu, Sextíu kílóum af sólskini og Hamingju þessa heims. Við eigum fjársjóð af sögum og heimsmynd í þessu tungumáli. Hefur þú leitt hugann að því hvernig sú heimsmynd liti út ef við hættum að hugsa á íslensku?Þróun má snúa viðStaðan er flókin en hún er ekki alslæm. Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að auka veg tungumálsins og árétta mikilvægi þess. Undanfarin misseri hef ég átt ótal uppbyggileg samtöl við fólk úr atvinnulífinu, skólasamfélaginu, stjórnkerfinu, rannsakendur og frumkvöðla um áskoranir íslenskunnar og leiðir til úrbóta – þetta er fólk af ólíkum uppruna og á mismunandi aldri en rauði þráðurinn er sá sami – það er samfélagslegt verkefni að tryggja framtíð íslenskunnar og þar er ekki í boði að skila auðu.Fyrirtæki í landinu eru afar mikilvæg í því samhengi – þeirra miðlun og samskipti móta samfélag okkar á svo mörgum sviðum og því er ein þeirra 18 aðgerða í þágu tungumálsins sem við kynnum nú til umsagna í Samráðsgátt sérstaklega miðuð að þeim. Ég vonast til góðrar samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og þriðja geirann í því verkefni sem ber vinnuheitið „Íslenska er sjálfsagt mál“ en markmið þess er að auka sýni- og heyranleika íslensku í almannarýmum í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda.Verkefni sem þetta vinnst með seiglu, ástríðu og því að vera opin fyrir hugmyndum og samvinnu. Í menningar- og viðskiptaráðuneytinu höfum við haft ýmsar hugmyndir til skoðunar í vetur, m.a. möguleika þess að hvetja rekstraraðila til þess að skrá heiti sín á íslensku.Orð til alls fyrstUmsagnafrestur vegna aðgerðanna 18 er til 10. júlí nk. Drög þeirra eru mótuð samstarfi fimm ráðuneyta en markmið aðgerðaáætlunarinnar er forgangsraða verkefnum stjórnvalda þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins næstu þrjú ár. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér málið og miðla sínum hugmyndum til okkar. Að vinna að framgangi íslenskunnar og tryggja stöðu hennar í heimi örra tæknibreytinga og fólksflutninga er samvinnuverkefni sem kallar ótal hendur til góðra verka.Fyrir þau sem ekki hafa tíma fyrir Samráðsgáttir og umsagnaskrif vil ég ennfremur árétta: Við höfum val um það á hverjum degi að nota tungumálið okkar og forgangsraða í þágu þess; njótum á íslensku, mótum og nýtum tungumálið á skapandi hátt. Einfaldlega – notum íslenskuna. Og sýnum með því að okkur sé ekki sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ef þér er almennt sama hvort þjónustan sem þú færð er á íslensku eða ensku eru allar líkur á að hún verði til framtíðar á ensku. Við skulum samt hafa það á hreinu að ensk tunga er ekki óvinur íslenskunnar, heldur er það doðinn og andvaraleysið sem skapa ógn við samtíð og framtíð tungumálsins okkar.Fá málefni eru mér jafn hugleikin og mikilvægi íslenskunnar, hún er grunnur alls sem við gerum og stöndum fyrir. Kunnátta og færni í tungumálinu ákvarða oft þau tækifæri og framgang sem börn og ungmenni njóta til framtíðar. Í ráðherratíð minni hef ég sett málefni íslenskunnar í öndvegi og leitast við að auka samvinnu og samstöðu um aðgerðir sem stuðla að verndun og þróun tungumálsins. Íslenskan er ekkert venjulegt málefni og þróun hennar verður ekki stýrt með ríkisafskiptum. Tungumál eru í senn verk okkar allra og verkfæri, þau hverfast ekki um afskipti – heldur samskipti. Andófið eykstVið þurfum alvöru viðhorfsbreytingu gagnvart tungumálinu okkar. Við verðum í sameiningu að vinda ofan af þeim doða og misskildu þjónustulund sem hefur orðið til þess að enska er álitin sjálfsagt mál svo víða í samfélaginu. Þeim fjölgar stöðugt sem stíga fram og andæfa þessari þróun; benda á fáránleika þess að auglýsingum og markaðsefni á ensku sé beint að íslenskumælandi neytendum, að þjónusta sé ekki í boði á íslensku og að almannarými séu uppfull af skilaboðum á ensku og íslenskan sé þar í öðru sæti.Þetta er líka slæm þróun, sem þarf að stöðva. Þessi framvinda á sér ýmsar skýringar og afsakanir en að mínu mati kristallast í henni blanda af metnaðar- og andvaraleysi varðandi stöðu íslenskunnar. Og mögulega smá Indriði líka, hver á annars að passa upp á íslenskuna? Á ég að gera það?Brú fortíðar og framtíðar Tungumálið geymir sjálfsskilning okkar og sögu. Okkur hefur verið treyst fyrir einstakri menningararfleifð og við verðum að standa okkur betur í að varðveita hana og færa áfram til komandi kynslóða. Sá þráður er einna skýrastur í bókmenntunum – frá norrænu goðafræðinni til Njálu og Hávamála – að Ferðalokum, Svartfugli, Sjálfstæðu fólki, Sálminum um blómið, Karitas án titils, Kleifarvatni, Mánasteini, Draumalandinu, Sextíu kílóum af sólskini og Hamingju þessa heims. Við eigum fjársjóð af sögum og heimsmynd í þessu tungumáli. Hefur þú leitt hugann að því hvernig sú heimsmynd liti út ef við hættum að hugsa á íslensku?Þróun má snúa viðStaðan er flókin en hún er ekki alslæm. Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að auka veg tungumálsins og árétta mikilvægi þess. Undanfarin misseri hef ég átt ótal uppbyggileg samtöl við fólk úr atvinnulífinu, skólasamfélaginu, stjórnkerfinu, rannsakendur og frumkvöðla um áskoranir íslenskunnar og leiðir til úrbóta – þetta er fólk af ólíkum uppruna og á mismunandi aldri en rauði þráðurinn er sá sami – það er samfélagslegt verkefni að tryggja framtíð íslenskunnar og þar er ekki í boði að skila auðu.Fyrirtæki í landinu eru afar mikilvæg í því samhengi – þeirra miðlun og samskipti móta samfélag okkar á svo mörgum sviðum og því er ein þeirra 18 aðgerða í þágu tungumálsins sem við kynnum nú til umsagna í Samráðsgátt sérstaklega miðuð að þeim. Ég vonast til góðrar samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og þriðja geirann í því verkefni sem ber vinnuheitið „Íslenska er sjálfsagt mál“ en markmið þess er að auka sýni- og heyranleika íslensku í almannarýmum í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda.Verkefni sem þetta vinnst með seiglu, ástríðu og því að vera opin fyrir hugmyndum og samvinnu. Í menningar- og viðskiptaráðuneytinu höfum við haft ýmsar hugmyndir til skoðunar í vetur, m.a. möguleika þess að hvetja rekstraraðila til þess að skrá heiti sín á íslensku.Orð til alls fyrstUmsagnafrestur vegna aðgerðanna 18 er til 10. júlí nk. Drög þeirra eru mótuð samstarfi fimm ráðuneyta en markmið aðgerðaáætlunarinnar er forgangsraða verkefnum stjórnvalda þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins næstu þrjú ár. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér málið og miðla sínum hugmyndum til okkar. Að vinna að framgangi íslenskunnar og tryggja stöðu hennar í heimi örra tæknibreytinga og fólksflutninga er samvinnuverkefni sem kallar ótal hendur til góðra verka.Fyrir þau sem ekki hafa tíma fyrir Samráðsgáttir og umsagnaskrif vil ég ennfremur árétta: Við höfum val um það á hverjum degi að nota tungumálið okkar og forgangsraða í þágu þess; njótum á íslensku, mótum og nýtum tungumálið á skapandi hátt. Einfaldlega – notum íslenskuna. Og sýnum með því að okkur sé ekki sama.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun