Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2023 12:10 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00