Fjölskylda Rico segir að hann hafi fengið slæmt höfuðhögg eftir að hestur slapp laus á hátíð í El Rocio fylki á Spáni en atvikið gerðist 28. maí síðastliðinn.
#ÚLTIMAHORA
— Diario AS (@diarioas) July 5, 2023
¡Buenas noticias! Sergio Rico abandona la UCI y pasa a planta pic.twitter.com/f3aRpylmR2
Rico var fluttur á sjúkrahús í Sevilla þar sem honum var haldið lengi sofandi.
Alba Silva, eiginkona Sergio, sagði frá því 19. júní að hann hefði verið vakinn eftir að læknar hefðu haldið honum sofandi í nokkrar vikur. Hún sagði jafnframt frá því að hann hafi þekkt fjölskyldumeðlimi sína og getað átt samskipti við þá.
Rico eyddi alls fimm vikum á gjörgæsludeild en hefur nú verið útskrifaður og færður á almenna deild.
Hann verður samt áfram á sjúkrahúsinu áfram og er því ekki á heimleið nærri því strax. Það er samt gott að heyra að hann sé á batavegi.
Sergio Rico has left the ICU and has now been transferred to the general ward.
— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) July 5, 2023
We couldn t be happier: Keep going, Sergio! pic.twitter.com/KOmKYJfTUU