Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 14:41 Stuðningsmenn Donalds Trump söfnuðust saman við þinghúsið í Washington-borg 6. janúar árið 2021. Þeir slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joes Biden sem forseta. AP/José Luis Magana Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11