Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 08:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér. Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér.
Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf