„Hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 22:47 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Beggja blands, smá léttir að við fengum jöfnunarmark undir lokin en mér fannst við eiginlega meira skilið úr þessum leik,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Noregi á lokakeppni EM. „Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
„Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira