Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 19:35 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu veifar til mannfjölda sem beið hans við forsetahöllina í Vilníus þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. AP/Pavel Golovkin Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20