Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2023 12:19 Fólk á hjólum á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira