KA leikur sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár: „Stór stund og mjög spennandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Hallgrímur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA. Vísir/Arnar KA spilar í dag sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár. Liðið þarf að spila leikinn í Reykjavík en það dregur þó ekki úr stærð leiksins samkvæmt Hallgrími Jónassyni, þjálfara liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50. Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50.
Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira