Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 19:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti átti einkafund með Volodymyr Zelensky þar sem hann lýsti því yfir að aðild Úkraínu að NATO væri bara tímaspursmál. Vel fór á með forsetunum tveimur. AP/Susan Walsh Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01