Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:31 Aron Pálmarsson og Gunnar Magnússon þekkjast vel frá íslenska landsliðinu og þeir munu mætast í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í haust. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda. Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira