Segir Henderson búinn að samþykkja tilboð Al-Ettifaq | Fer Fabinho líka? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:45 Henderson og Fabinho gætu yfirgefið Liverpool á næstu dögum. Vísir/Getty Blaðamenn á Englandi greina frá því núna eftir hádegið að Jordan Henderson sé búinn að komast að samkomulagi við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi. Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira