Skemmtum okkur fallega í sumar Drífa Snædal skrifar 14. júlí 2023 07:02 Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar