Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2023 19:20 Forseti Finnlands var gestgjafi fundar hans og forsætisráðherra Norðurlandanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki í dag. AP/Susan Walsh Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu. Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér: NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér:
NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29