Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Kristján Már Unnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. júlí 2023 20:42 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir mikið í húfi. Vísir/Arnar Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. „Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“ Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“
Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30