Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 10:47 Simon og Fraser eiginmaður hennar við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli 12. október í fyrra. Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt. Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt.
Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira