Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júlí 2023 07:46 Vítavert gáleysi getur skert slysatryggingar. Vísir/Vilhelm Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. „Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
„Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira