„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. júlí 2023 21:28 Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga. vísir/arnar Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. „Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“ Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“
Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira