Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 12:47 Kosningabarátta DeSantis hefur farið heldur brösulega af stað. AP Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30