Svartfellingar hræktu á aðstoðarþjálfara íslenska liðsins Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 14:16 Allt á suðupunkti í Heraklion Skjáskot Youtube Það sauð heldur betur upp úr eftir nokkuð öruggan sigur Íslands á Svartfjallalandi á heimsmeistaramóti U20 liða í körfubolta. Þjálfarateymi Svartfellinga missti algjörlega stjórn á sér og hrækt var á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands. Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023 Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42