Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 23:31 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í sumar. EPA/VALDA KALNINA Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir. Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir.
Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56