Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin.
A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY
— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023
Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu.
Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir.
Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu.
Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum.
Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð.