Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2023 21:00 Kona á gangi á Spáni þar sem hitinn hefur verið í kringum 40 stig, rétt eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. EPA-EFE/VICTOR CASADO Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“ Spánn Veður Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Spá þoku fyrir norðan og austan Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“
Spánn Veður Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Spá þoku fyrir norðan og austan Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira