Vonast til að ljúka níu ára eyðimerkurgöngu: „Hefði ekki getað beðið um betri undirbúning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2023 15:30 Rory McIlroy bíður enn eftir sínum fimmta sigri á risamóti. getty/Oisin Keniry Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir að undirbúningurinn fyrir Opna breska meistaramótið í golfi hafi verið fullkominn. Hann ætlar að binda endi á níu ára bið eftir sigri á risamóti um helgina. McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið. Golf Opna breska Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið.
Golf Opna breska Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira